top of page

Skilmálar

Höfundaréttur

Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu Rakelar Rúnar ljósmyndara.

Um höfundarrétt gilda höfundarréttarlög nr. 73/1972.

Samkvæmt lögum felur afhending ljósmynda til viðskiptavinar hvorki í sér framsal á höfundarrétti né veitir hún heimild til að breyta ljósmyndum.


Meðhöndlun ljósmynda
 

Óheimilt er að nota myndirnar til auglýsinga og markaðssetningar eða annarrar birtingar nema samið sé sérstaklega um slíkt

Ljósmyndari hefur rétt til að birta myndirnar á samfélagsmiðlum sínum, nema um annað hafi verið samið.

Óheimilt er að breyta myndunum á nokkurn hátt.

Óheimilt er að taka myndir af síðum ljósmyndara til notkunar án leyfis.

Viðskiptavinur velur myndir úr úrvali fyrir ljósmyndara til að vinna úr. Ljósmyndari gefur ekki út hráar myndir.

Þegar myndir eru birtar á samfélagsmiðlum er æskilegt að nefna nafn ljósmyndarans í textanum (@mention) og merkja myndina með síðu ljósmyndarans.

Varðveisla

Ljósmyndari geymir unnar myndir í 5 ár frá tökudegi til öryggis viðskiptavinarins. Eftir þann tíma er varðveisla ljósmyndarans alfarið á ábyrgð viðskiptavinarins. Hægt er að semja um lengri varðveislu.

Greiðsla og afhending

Ljósmyndir úr myndatöku eru ekki afhentar fyrr en full greiðsla hefur borist.

Myndum er venjulega skilað 2-10 vikum eftir val og greiðslu. Tíminn ræðst af eðli myndatöku og vinnuálagi.

Verðskrá getur breyst án fyrirvara. Þegar bókun er staðfest gildir útgefið verð ljósmyndara.

Annað 
 

Við ráðningu ljósmyndara samþykkir viðskiptavinur ljósmyndun, myndvinnslu, birtingu og önnur störf ljósmyndara í samræmi við skilmála þessa, sbr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Berist engar athugasemdir um skilmála þessa innan viku frá afhendingu mynda telst viðskiptavinur hafa samþykkt þær.

Brot á höfundarrétti ljósmyndarans og skilmálum þessum eru háð höfundarréttarlögum og áskilur ljósmyndarinn sér allan rétt til slíkra brota.


 

bottom of page