Rakel Rún
Photographer
Skilmálar
Höfundaréttur
Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu Rakel Rún ljósmyndara.
Um höfundarrétt gilda höfundarréttarlög nr. 73/1972.
Meðhöndlun ljósmynda
Óheimilt er að fjarlægja merkingu (logo) af ljósmyndum.
Ljósmyndari hefur rétt á að birta ljósmyndirnar á ljósmyndasíðum sínum nema óskað sé eftir því að svo sé ekki gert.
Óheimilt er að skera (cropa) ljósmyndir nema með leyfi frá ljósmyndara. Þegar að myndir eru birtar á samfélagsmiðla þar sem er krafist þess að mynd sé í vissum hlutföllum er hægt að nota forrit eins og t.d. "One shot" sem gefur færi á á setja ramma utan um myndina.
Myndirnar eru til einkanota og ekki leyfilegt að nota þær í auglýsingaskyni nema samið sé um slíkt.
Óheimilt er að breyta myndunum á nokkrun hátt með t.d. "filter" eða með öðrum sambærilegum hætti.
Óheimilt er að taka myndir af síðum ljósmyndara til notkunar án leyfis.
Viðskiptavinur velur myndir úr vali til þess að ljósmyndari getur unnið þær. Ljósmyndari lætur ekki frá sér óunnar myndir.
Við myndbirtingar á netinu þarf að merkja (@mention) mynd með síðu ljósmyndara.
Gjaldtaka
Ljósmyndir og vörur úr myndatöku eru ekki afhentar nema öll greiðsla hafi borist
Myndum er yfirleitt skilað 2-4 vikum eftir að búið er að velja og greiða. Getur lengst eftir stærð myndatöku, umfangi mynda og hvað er mikið að gera.
Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa með því að koma í viðsktipti hjá ljósmyndara