top of page

Verðskrá

Ég legg mikið upp úr faglegri en persónulegri þjónustu. Tek að mér flestar gerðir af myndatökum, listinn fyrir neðan er ekki tæmandi. Ef það vakna einhverjar spurningar endilega að hafa samband við mig.

Fróðleikur

 • Myndatökur geta verið ólíkar og tekið mislangan tíma. Ég get gefið þér verð í þína myndatöku. Tímaramminn getur verið svegjanlegur þar sem ég vil fyrst og fremst ná þeim einstöku augnablikum sem óskað er eftir.
   

 • Viðskiptavinur velur sjálfur myndir úr myndatökunni nema þetta sé viðburður eða annar myndapakki. Myndunum er svo skilað í net- og prentupplausn á rafrænu formi.
   

 • Val er að hafa myndatökuna í heimahúsi, úti eða í stúdíó. 
   

 • Myndum er yfirleitt skilað 2-10 vikum eftir að búið er að velja og greiða. Getur lengst eftir stærð myndatöku og umfangi mynda
   

 • Mæli með að kynna sér skilmála sem viðkemur af notkun og meðhöndlun ljósmynda.
   

 • Ef myndatakan á sér stað fyrir utan höfuðborgarsvæðið bætist við aksturskostnaður.

Meðgöngumyndir, barnamyndir, fermingar, fjölskyldumyndir, og fleira. 

Frá 35.000 kr.

Myndatakan ein og sér kostar frá 35.000,- kr. nema um er að ræða ákveðin pakka. Metið í hvert skipti eftir gerð og stærð myndatökunar.

Hver mynd kostar 3,500 kr, fjöldi mynda er svo undir þér komið.

Stærri myndatökur ofl.

frá 50.000 kr

Athöfn / veisla / viðburðir / Brúðkaup / trúlofun
Metið í hvert skipti eftir gerð og stærð myndatöku. 

Lagfæring á gömlum myndum

Áttu gamlar myndir sem eru rispaðar og þurfa lagfæringu, jafnvel að komast í stafrænt form til að geta stækkað fyrir prent? Endilega hafðu samband og ég geri þér tilboð til að meta bæði vinnu og fjölda mynda sem á að laga.

Vörumyndataka

Ljósmyndir geta verið afar mikilvægar þegar að kemur að markaðssetningu fyrirtækja. Að skoða fallega heimasíðu með faglega teknum myndum hefur mikið að segja. Þá sérstaklega fyrir fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref með kynningar- og markaðsefni.
Mig langar til þess að bjóða upp á faglega og sanngjarna þjónustu eftir óskum fyrirtækisins.

Fasteignaljósmyndun

Tek að mér að mynda allar gerðir af húsnæðum.

Hafðu samband og við finnum saman tíma sem hentar þér best fyrir myndatökuna þína. ❤  Einnig ef einhverjar spurningar kvikna þá ekki hika við að spyrja.

Takk fyrir að senda inn!

bottom of page